Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2008 12:44

Björn Bergmann seldur til Lilleström

ÍA hefur samþykkt kauptilboð norska félagsins Lilleström í framherjann Björn Bergmann Sigurðarson. Björn á enn eftir að samþykkja samningstilboð norska félagsins, en hann er nú í Makedóníu með U19 ára landsliðinu. Björn Bergmann er eini leikmaðurinn úr Skagaliðinu frá liðnu sumri sem hefur að því er virðist yfirgefið herbúðirnar. Það hefur væntanlega ekki dregið úr áhuga norska liðsins á Birni Bergmann þegar hann stóð sig mjög vel með U19 ára liðinu í Svíþjóð um síðustu helgi. Björn Bergmann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið gegn Svíunum. Skagamaðurinn Trausti Sigurbjörnsson var í marki Íslands og einnig lék Skagamaðurinn Björn Jónsson í íslenska U19 landsliðinu en hann er á mála hjá Heerenveen í Hollandi.

 

 

Svíar náðu tveggja marka forystu í leiknum en Björn Bergmann minnkaði muninn á lokamínútu hálfleiksins. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Blikinn Jóhann Berg fyrir Ísland. Það var svo á 82 mínútu sem Björn Bergmann náði forystunni fyrir íslendinga, en á lokamínútu leiksins náðu Svíar að jafna metin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is