Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2008 02:55

Áskorun um stuðning við íþróttahreyfinguna

Formenn félaga sem léku í efstu deild karla í knattspyrnu árið 2008 skora á ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki í landinu til að standa þétt að baki íþróttahreyfingunni í landinu á komandi tíð. “Nú, sem aldrei fyrr, er brýnt að íþróttahreyfingin hafi afl til þess að sinna mikilvægu og ómissandi hlutverki sínu, sérstaklega gagnvart börnum og unglingum,” segir í áskoruninni.

Þá segir: “Við þeim knattspyrnufélögum, sem léku í efstu deild á árinu 2008, blasir að mæta þeirri tekjuskerðingu sem þegar er orðin svo og þeirri tekjuskerðingu sem fyrirsjáanleg er með lækkun rekstrarkostnaðar vegna lækkunar á framlögum styrktaraðila.  Í þeim efnum bíður stjórna félaganna erfitt verkefni þar sem treysta verður á skilning leikmanna og þjálfara félaganna á erfiðri stöðu.  Mikilvægt er að allir leggi sitt að mörkum til þess að verja hagsmuni knattspyrnuhreyfingarinnar og þá sérstaklega knattspyrnuiðkunar ungs fólks og barna, sem verði ekki látin gjalda erfiðra tíma.

 

Mikilvægt er að forysta Knattspyrnsambands Íslands fari gaumgæfilega yfir með hvaða hætti megi styðja sem best við bakið á knattspyrnufélögunum í landinu og hvaða leiða skuli leita til þess að rekstur félaganna verði fyrir sem minnstum áföllum.  M.a. er skorað á stjórn KSÍ að kanna hvort fresta megi tímabundið ákvæðum leyfiskerfis sambandsins þannig að sveitarfélög geti fremur lagt fjármuni í innra starf félaganna en fjárfestingar sem má fresta um sinn.

 

Formenn félaganna skora á stjórn KSÍ, stjórnir knattspyrnfélaga, þjálfara og leikmenn að standa með öllum ráðum vörð um íslenska knattspyrnu þannig að iðkendur innan hreyfingarinnar, fjölskyldur í landinu, sveitarfélög og ríkið geti áfram treyst á mikilvægt hlutverk hennar í samfélaginu.”

 

Undir þetta rita forsvarsmenn FH, Keflavíkur, Fram, Vals, KR, Fjölnis, Breiðabliks, Þróttar, Grindavíkur, Fylkis, HK og ÍA

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is