Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2008 07:40

Hættu við ferð til Bandaríkjanna

Á sjöunda tug starfsmanna úr Grundaskóla, Akraseli, Garðaseli og Vallarseliá Akranesi ásamt tíu mökum ætluðu að fara í náms- og fræðsluferð til Minneapolis í Bandaríkjunum á næstu dögum. Ákveðið hefur verið að hætta við ferðina sökum efnahagsástandsins þótt allir hefðu verið búnir að greiða flugmiða sína að fullu.  “Við höfum undirbúið þessa ferð í rúm tvö ár. Hún var hluti af Uppeldi til ábyrgðar sem við vinnum eftir. Meiningin var að fara á námskeið í tvo daga og skólaheimsóknir í einn dag. Starfsmenn áttu svo tvo daga fría ef svo má segja,” segir Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla. Hún segist hafa rætt við marga aðila vegna málsins, sveitarstjórnarmenn, alþingismenn, starfsmenn Akraneskaupstaðar og bankamenn.

“Það voru allir sammála um að við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu væri ekki skynsamlegt að fara slíka ferð. Og niðurstaðan varð sú að við, skólastjórnendur í Grundaskóla,  treystum okkur ekki til að mæla með því að ferðin yrði farin.”

Hún segir að enn eigi eftir að fara almennilega yfir málið þar sem mörgum spurningum sé ósvarað. “Fólk var til dæmis búið að greiða flugmiðana. Við vonum að viðunandi lausnir fáist.” Þegar hún er innt eftir því hvort starfsmenn ætli sér að gera eitthvað annað í stað ferðarinnar segir hún að þeir muni gera eitthvað skemmtilegt saman. “Og við munum halda áfram að vinna með Uppeldi til ábyrgðar.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is