Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2008 12:05

Bruce McMillan himinlifandi með dvölina í Stykkishólmi

Bandaríski rithöfundurinn og ljósmyndarinn Bruce McMillan hefur haft aðsetur í rithöfundaíbúð Vatnasafnsins í Stykkishólmi frá því í ágúst, en þar fá innlendir og erlendir rithöfundar tækifæri til þess að dvelja í sex mánuði yfir 12 mánaða tímabil og fá laun fyrir ritstörf sín. Bruce heldur aftur til Bandaríkjanna í dag og segist munu sakna Íslands. “Ég hef nýtt dvalartímann í að vinna að barnaskáldsögu um 11 ára son vitavarðar. Sögusviðið er Vestmannaeyjar ári fyrir gos,” segir Bruce og bætir því við að sagan hafi ekki fengið nafn ennþá. “Hún fjallar um samband drengsins við lundana í Eyjum. Þetta gengur vel og ég mjakast nær endinum. Það hefur verið frábært að vinna hér.

Stykkishólmur er líklega einn fallegasti staður í heimi. Auk þess er ég að skrifa um son vitavarðar og er með útsýni yfir vita úr íbúðinni. Þetta gæti ekki verið betra.”

 

Sjá viðtal við Bruce McMillan í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is