Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2008 01:12

Hefur verið laus og liðug í hundrað ár

Guðrún Guðjónsdóttir íbúi á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi varð 100 ára sl. mánudag. Guðrún fæddist 13. október 1908 að Unnarholti í Hrunamannahreppi og var ein níu systkina en foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson og Elínborg Pálsdóttir sem bæði voru ættuð úr Flóanum. Guðrún ólst upp að Unnarholti þar sem voru kindur, kýr, hænsni og hestar. Hafði hún mjög gaman af því að fara á hestbak og átti sjálf nokkra hesta í gegnum tíðina. Guðrún hefur verið heilsuhraust allt sitt líf fyrir utan tímabil þegar hún var unglingur og kenndi verkja í baki og þurfti stundum að vera rúmleggjandi vegna þeirra. “Ég hef alltaf verið heilbrigð, man ekki eftir að hafa farið á spítala,” segir Guðrún og þakkar almennt heilsusamlegu lífi háan aldur, segist alltaf hafa verið mikið útivið en hún var í kaupavinu í sveitinni framan af.

Hún fluttist svo til Reykjavíkur í kringum 1955 og vann þar á prjónastofunni Framtíðinni sem var í eigu Sláturfélags Suðurlands.

 

Guðrún er ógift og barnlaus og hefur því verið laus og liðug allt sitt líf. “Ég hef bara getað gert það sem mig langar til,” segir Guðrún og nefnir að hún hafi einu sinni farið til útlanda.

 

Sjá lengra spjall við vel erna og hressa Guðrúnu í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is