Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2008 08:16

Hólmaragleði og tónleikar til styrktar orgelsjóði

Teikning af nýja orgelinu
Söfnun vegna kaupa Stykkishólmskirkju á nýju pípuorgeli hefur staðið yfir sl. tvö ár. Kirkjan sem var vígð árið 1990 er ein af merkari kennileitum Stykkishólms og ber hátt og tignarlega yfir á Borginni við Breiðafjörðinn. Upphaf söfnunarinnar voru fjölmennir minningartónleikar um fyrrum organista kirkjunnar, Sigrúnu Jónsdóttur. Vinir og kollegar Sigrúnar komu saman og fluttu glæsilega tónlistardagskrá í kirkjunni, þar sem þeir gáfu vinnuframlag sitt. Meðal annarra komu fram þau Gunnar Guðbjörnsson, Eydís Franzdóttir, Sigurður Halldórsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson, félagar úr barnakór Grunnskóla Stykkishólms og kirkjukór Stykkishólmskirkju.  Tónleikarnir voru hljóðritaðir og verða gefnir út á geisladiski 18. október nk.

Almenn söfnun fór í kjölfarið af stað og hafa mörg fyrirtæki og einstaklingar lagt fram fé í sjóðinn. Í vor var samið við Klais orgelsmiðina í Þýskalandi um smíði orgelsins sem verður tuttugu og einnar radda orgel með 1226 pípur. Smíði þess er langt á veg komin og er stefnt að vígslu nýja orgelsins næsta vor.

Orgelsjóður á hauka í horni þar sem Karlakór Reykjavíkur er því kórinn hefur boðist til að syngja á tónleikum í Stykkishólmskirkju næstkomandi laugardag og styrkir kórinn þar með málefnið. Með kórnum kemur fram karlakórinn Kári í Stykkishólmi og Stúlknakór Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og er forsala aðgöngumiða í versluninni Heimahorninu í Stykkishólmi (s. 438 1110) og einnig í kirkjunni á tónleikadaginn. Verð á tónleikana er aðeins kr. 2000.

 

Fjáröflunarkvöldverður og Hólmaragleði

Hótel Stykkishólmur og Orgelsjóður hafa skipulagt Hólmaragleði næstkomandi laugardag á Hótel Stykkishólmi. Hótelið býður upp á Hólmaratilboð á gistingu af þessu tilefni þar sem nóttin kostar 4.500 kr. á mann í tveggja manna herbergi með morgunverði. Hótelið gekk í endurnýjun lífdaga sl. vetur þegar gerð var veruleg andlitslyfting á húsakynnum þess og er það allt hið glæsilegasta eftir þessar breytingar. Húsið opnar kl. 19 en borðhald hefst kl. 20 þegar borin verður fram 3ja rétta máltíð. Á meðan á borðhaldi stendur munu félagar úr Karlakór Reykjavíkur slá á létta strengi, boðið verður upp á heimatilbúin skemmtiatriði auk þess sem pakkauppboð verður haldið. Glæsilegir pakkar verða í boði og spennandi vinningar, m.a. gisting fyrir tvo með kvöld- og morgunverði á Hótel Stykkishólmi. Allur ágóði af uppboðinu rennur í Orgelsjóð sem og hluti af verði kvöldverðarins. Nauðsynlegt er að panta borð í kvöldverðinn í s. 430 2100.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is