Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2008 08:56

Því það er nefnilega vitlaust gefið...

Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Aðalsteins Kristmundssonar sem tók sér skáldanafnið Steinn Steinarr. Hann fæddist á Laugalandi við Ísafjarðardjúp en ólst upp í Saurbæ í Dölum. Þar var hann m.a. nemandi Jóhannesar úr Kötlum. Eftir uppvöxtinn í Dölum fluttist hann til Reykjavíkur en gat sökum bágra kjara ekki gengið menntaveginn og átti erfitt með vinnu sökum fötlunar sinnar. Því lifði þetta merka skáld í fátækt þar til hann lést tæplega 50 ára gamall, 25. maí 1958. Steinn Steinarr var tvímælalaust eitt af helstu skáldum Íslendinga á 20. öld og hafði mikil áhrif á þróun ljóðagerðar í landinu.

Steinn Steinarr samdi fjölda ljóða sem lifa munu með þjóðinni um aldir. Eitt þessara ljóða á e.t.v. aldrei betur við en nú, en það nefnist “Að sigra heiminn.”

 

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil

með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði).

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is