Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2008 11:02

SPM styður myndarlega við Skallagrím

“Körfuknattleiksdeild Skallagríms og Sparisjóður Mýrasyslu hafa gert með sér tímamótasamning,” segir Hafsteinn Þórisson formaður Skallagríms í samtali við Skessuhorn. Hann segir að samningurinn nái yfir tvö keppnistímabil og að SPM muni leggja til myndarlegan styrk sem greiðist í þremur hlutum yfir hvort tímabil og mun því auðvelda verulega rekstur deildarinnar.

Hjá báðum samningsaðilum hefur efnahagsástandið gert erfitt fyrir. Fyrst endurspeglaðist það í þrengingum SPM síðsumars, eins og flestir þekkja, og nú hefur körfuknattleiksdeild Skallagríms sagt upp atvinnumönnum sínum. Hafsteinn segir að óvíst sé hvernig framhaldið verður hjá liðinu en ýmsir möguleikar séu í stöðunni.

“Þessi samningur við SPM er sá langstærsti sem ég hef komið að þann tíma sem ég hef unnið fyrir körfuboltann í Borgarnesi og gott að sjá að Sparisjóðurinn er að koma svona sterkur til baka til okkar Borgfirðinga. Ég vona svo sannarlega til að við eigum eftir að njóta sjóðsins sem lengst. Einnig vil ég biðja Borgfirðinga að vera duglegir að mæta á leiki hjá öllum flokkum í vetur og styðja við bakið á þessu frábæra starfi. Við megum ekki fyrir nokkurn mun að missa körfuboltann niður. Það yrði alveg skelfilegt fyrir bæjarlífið og íþróttir almennt í héraðinu,” sagði Hafsteinn Þórisson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms.

 

Á myndinni handsala samninginn Hafsteinn Þórisson formaður körfuknattleiksdeildar, Helgi Helgason meðstjórnandi og Bernhard Þór Bernhardsson sparisjóðsstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is