Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2008 02:02

Telur umferðarfræðsluna góða fjárfestingu til framtíðar

Birgir Hákonarson frá Umferðarstofu, Kristján Möller samgönguráðherra og Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri.
„Samningurinn er dæmi um mikilvægi þess að horfa fram í tímann og ég tel hann gott dæmi um fjárfestingu sem skila muni mjög drjúgum arði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Ég bind vonir við að stórefla megi umferðarfræðslu í grunnskólum og er sannfærður um að með því leggjum við nauðsynlegan grundvöll að auknu umferðaröryggi og færri slysum,“ sagði Kristján L. Möller ráðherra umferðarmála við athöfn í Grundaskóla í morgun, þegar undirritaður var samningur við Umferðarstofu um að skólinn verði áfram móðurskóli grunnskóla í umferðarfræðslu í landinu.

Þetta er fjórða skólaárið sem Grundaskóli gegnir þessu forystuhlutverki í umferðarmálum. Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla sagði að þar á bæ tækist fólk stolt á við verkefnið, umferðarfræðslan væri eins og hvert annað námsefni í skólanum. Hrönn vék lofsorði á framgang kennara skólans gagnvart verkefninu og þakkaði sérstaklega Sigurði Arnari Sigurðssyni aðstoðarskólastjóra fyrir frábært starf. Birgir Hákonarson fulltrúi Umferðarstofu sagðist vonast til að verkefnið yrði ekki aðeins til að gera Ísland að betra landi í umferðinni, heldur að það verði í forystuhlutverki í heiminum hvað þetta varðar.

 

Nýi samningurinn nær til upphafs næsta skólaárs. Markmiðið er að við lok hans liggi fyrir mælanlegar staðreyndir um umferðarfræðslu barna í grunnskólum landsins. Það er hversu margir grunnskólar sinni fræðslunni og hafi hana á skólanámskrá sinni. Samningurinn er milli Grundaskóla og Umferðarstofu sem greiðir 12 milljónir króna fyrir verkefnið. Annars vegar er um að ræða greiðslu fyrir eitt stöðugildi í eitt ár sem snýr að því að leiða samstarf skóla sem sinna vilja umferðarfræðslunni og hins vegar fyrir annað stöðugildi vegna ritunar handbókar um umferðarfræðslu í grunnskólum.

Gestir við athöfnina í Grundaskóla í morgun voru nemendur 2. bekkjar skólans, kennarar, alþingismenn og fulltrúar frá Umferðarstofu, ráðuneyti og Akranesbæ. Sýndur var stuttur þáttur úr söngleik skólans, Vítahring, sem frumsýndur verður í lok mánaðarins. Að lokum var gestum boðið upp á kaffi og rjómavöfflur á kennarastofu skólans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is