Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2008 12:05

Danskt hæfileikafólk sótti Vesturland heim

Hluti hópsins á sýningunni á Akranesi.

Stór hópur ungra og efnilegra söngvara, dansara og tónlistarmanna frá Danmörku stóð fyrir þremur sýningum á Vesturlandi í vikunni. Öll eru þau hluti af “Talentlinien Shanghai Akademiet”, valáfanga fyrir unga og efnilega söngvara, dansara og tónlistarmenn í Syddjurs Kommune, 45 þúsund manna bæjarfélagi rétt utan við Árósa í Danmörku.

Hópurinn hefur farið þrisvar á hátíð til Shanghai í Kína og þaðan kemur nafnið. Á þeirri hátíð gefst ungum og efnilegum tónlistarmönnum kostur á að koma fram. Vegna Ólympíuleikanna féll hátíðin niður hjá Kínverjum í ár. Þess vegna ákvað danski hópurinn að koma til Íslands.

Danirnir komu til landsins á sunnudag og gistu í félagsmiðstöðinni Þorpinu á Akranesi. Hópurinn hélt tvenna klukkustundar langa leikhústónleika sem bornir eru uppi af 27 manna flokki, en þemað er kallað Paradise City. Um er að ræða nokkurs konar tónlistarleik þar sem eingöngu er sungið, dansað og spilað en ekki talað. Þess má geta að einn af aðstandendum sýningarinnar er Gísli Þórðarson, Akurnesingur og skólastjóri í Mols.

 

Eftir hádegi á þriðjudag hélt svo hópurinn í Borgarnes þar sem ein sýning var í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hópurinn hélt upp í Borgarfjörð í gær en ferðinni var heitið til Reykjavíkur í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is