16. október. 2008 09:15
Í dag klukkan 15 hefst vígluathöfn nýs húss Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Að henni lokinn verður boðið upp á veitingar og skoðunarferð um húsið. Að kvöldi dags, nánar tiltekið klukkan 20, hefur menntamálaráðherra boðað til opins fundar á sal skólans þar sem nýja menntastefnan verður kynnt.
Sjá umfjöllun um bygginguna og viðtal við formann byggingarnefndar í Skessuhorni vikunnar.