Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2008 11:40

Starfsmenn Norðuráls fengu óvænt mánaðarlaun

Starfsmönnum Norðuráls var tilkynnt í gær að allir starfsmenn fyrirtækisins fengju auka mánaðarlaun greidd á næstu dögum. Starfsmaður sem hefur unnið fullt starf frá áramótum fær sem nemur einum mánaðarlaunum en aðrir fá greitt hlutfallslega.

“Starfsfólkið hefur staðið vel við bakið á okkur. Nú var komið að okkur að standa við bakið á þeim á þessum erfiðu tímum þegar margir hafa orðið fyrir fjárhagslegum áföllum. Þessi hugmynd fékk stuðning frá móðurfélaginu um leið,” segir Ágúst F. Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli.

Ágúst segir að Norðurál hafi haldið sínu striki í efnahagslægðinni. “Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á alla en breytir ekki starfsemi okkar. Hún er traust og byggir á mjög sterkri fjárhagsstöðu.”

 

Í tilkynningu Norðuráls til starfsmanna segir að árið hafi verið viðburðaríkt hjá fyrirtækinu. “Í sameiningu höfum við náð miklum árangri á Grundartanga og rekum nú nútímalegt og samkeppnisfært 270 þúsund tonna álver. Við fögnuðum einnig tíu ára starfsafmæli á Grundartanga og í febrúar framleiddum við milljónasta áltonnið. Í Helguvík lukum við undirbúningi og hófum framkvæmdir við nýtt álver.”

 

Starfsmenn Norðuráls voru að vonum afar ánægðir með þennan óvænta glaðning. “Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð,” segir Ágúst. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is