Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2008 05:04

Víðtæk rýmingaræfing á Sjúkrahúsinu á Akranesi

Einn "sjúklingur" fluttur í neyðarhjálparstöð
Í dag var boðað til umfangsmikillar æfingar á Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi með þátttöku um 100 björgunaraðila, starfsfólks og sjálfboðaliða. Eldur átti að hafa komið upp á aðalstigagangi sjúkrahússins og barst reykur inn á aðra og þriðju hæð hússins. A, B og C deildir voru rýmdar og sjúklingar fluttir yfir í Brekkubæjarskóla þar sem fjöldahjálparstöð var komið upp. Að æfingunni komu starfsfólk SHA, sjálfboðaliðar í gervi sjúklinga, almannavarnarnefnd, slökkvilið, lögregla, Björgunarfélag Akraness, sjúkraflutningsmenn, Rauði krossinn og Brekkubæjarskóli. Aðgerðum stjórnaði hópslysastjórn SHA sem vann samkvæmt hópslysaáætlun. Útkall barst klukkan 13:30 og var aðgerðum lokið um klukkutíma síðar. Að sögn Guðjóns Brjánssonar, framkvæmdastjóra SHA gekk æfingin vel fyrir sig og allir lögðu sitt af mörkum til að gera hana sem trúverðugasta og líkasta þeim aðstæðum sem gætu komið upp við eldsvoða.

"Að sjálfsögðu komu upp einstaka hnökrar en til þess eru æfingar af þessu tagi, að læra af þeim," sagði Guðjón. Upplýsingum frá öllum viðbragðsaðilum verður safnað saman og þær gefnar út í skýrslu nk. fimmtudag.

 

Greint verður frá æfingunni með myndrænum hætti í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is