Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2008 09:16

Dæmdur í sekt og stokköndin gerð upptæk

Í nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands var Reykvíkingur dæmdur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa skotið stokkönd af færi í Snæfellsbæ um miðjan febrúar síðastliðinn. Málinu lauk gagnvart manni í Snæfellsbæ sem var samferðamaður mannsins með því að hann var dæmdur til að sæta viðurlagaákvörðun. Það var laugardaginn 16. febrúar sl. sem mennirnir voru sagðir hafa verið að ólöglegum skotveiðum í landi Snæfellsbæjar án leyfis landeiganda. Við afleggjarann niður á Rifsflugvöll steig maður út úr bifreið og skaut þaðan stokkönd á nálægri tjörn tveimur skotum.

Refsing ákærða, sem reyndist með hreint sakavottorð, þótti hæfileg 20.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi tveggja daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði sæti einnig upptöku stokkandarinnar sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Málið var höfðað á grundvelli brota á vopnalögum og brots á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is