Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2008 11:02

Ungir Skallagrímsmenn máttu sín lítils

Vesturlandsslagur Skallagríms og Snæfells hefur oft verið jafnari en sá sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi. Það er greinilega erfiður vetur framundan hjá ungu og óreyndu liði Skallagríms sem mátti sín lítils gegn reynslumiklum og tröllauknum leikmönnum Snæfells. Niðurstaðan var stórsigur gestanna 92:64. Skallagrímsmenn byrjuðu þó betur og var Finnur Jónsson allt í öllu á fyrsta leikkaflanum þar sem Snæfellingar voru lengi í gang. Snæfell náði samt undirtökunum fljótlega og var yfir eftir fyrsta leikhluta 18:20. Hólmarnir byrjuðu síðan að pressa stíft og þá var ekki að sökum að spyrja. Snæfell komst fljótlega í 20 stiga mun og sá var munurinn í hálfleik 43:23. Sama þróun hélt áfram í seinni hálfleiknum.

Skallagrímsmenn komust ekkert áleiðis gegn vörn gestanna sem röðuðu niður jafnt og þétt. Leikurinn var eignlega búinn eftir þriðja leikhluta en þá var staðan 68:31. Þjálfararnir gáfu síðan ungu strákunum í báðum liðum tækifæri í seinasta kaflanum og þá reyndust Skallagrímsmenn öllu sterkari. Lokatölur urðu sem fyrr segir 94:62 fyrir Snæfell.

 

Hjá Snæfelli voru atkvæðamestir Sigurður Þorvaldsson með 28 stig og sex fráköst, Jón Ólafur gerði 27 stig og tók fimm fráköst, Hlynur var með sex stig og tók 13 fráköst, Atli Rafn skoraði 11 stig  og Daníel átta stig. Hjá Skallagrími var Þorsteinn Gunnlaugsson atkvæðamestur með 15 stig, Sveinn Davíðsson gerði 11, Finnur 10 og Pálmi tók níu fráköst.

 

Bæði Snæfell og Skallagrímur töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferðinni. Snæfell fékk Tindastól í heimsókn á föstudagskvöldið og þurfti að lúta í lægra haldi í hörkuleik þar sem varnarleikurinn var í öndvegi. Um hnífjafnan leik var að ræða og vann Tindastóll með tveimur stigum, 55:57. Á sama tíma töpuðu Skallagrímsmenn fyrir Breiðabliki í Smáranum í Kópavogi með tólf stiga mun 78:66. Næst heimsækir Skallagrímur FSU á Suðurlandið á fimmtudagkvöldið og Snæfell fær síðan Þór í heimsókn á föstudagskvöldið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is