Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2008 09:00

Mannbjörg á Faxaflóa

Björgunarmenn frá Akranesi fóru til leitar í kvöld
Mannbjörg varð þegar lítill bátur, Mávanes RE, fékk á sig brotsjó og í framhaldinu kviknaði í honum um klukkan 19 í kvöld. Tveir menn voru í bátnum og komust þeir báðir um borð í gúmbjörgunarbát og sakaði ekki. Mávanesið sökk um klukkustund síðar. Björgunarskip frá höfuðborgarsvæðinu og Björgunarfélagi Akraness voru þegar send á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Það var síðan dragnótarbáturinn Sólborg sem fann mennina og tók um borð og flutti til Reykjavíkur. Þyrla var þá þegar komin á staðinn en þar sem mennina hafði ekki sakað voru þeir ekki teknir um borð í hana. Að sögn starfsmanns á Vaktstöð siglinga varð óhappið um 35 sjómílur norðvestur frá Gróttu, eða vestur af Akranesi á miðjum Faxaflóa. Um 10 hnúta vindur var þegar óhappið átti sér stað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is