Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2008 08:13

Telja lítil áhrif af efnistöku úr Hvalfirði

Björgun hefur skilað frummatsskýrslu vegna efnistöku úr Hvalfirði til Skipulagsstofnunar. Í henni segir m.a. að með tilliti til þeirra viðmiða sem litið er til við mat á vægi umhverfisáhrifa, telur framkvæmdaraðili að frekari efnistaka Björgunar í Hvalfirði komi til með að hafa óveruleg áhrif í för með sér á heildina litið. Björgun telur að umhverfisáhrif efnistöku í sjó séu á heildina litið minni en umhverfisáhrif efnistöku á landi. Áætlað er að efnistaka Björgunar á svæðinu á næsta leyfistímabili, 2008-2018, verði um 10 milljón rúmmetrar af þeim rúmlega 27 milljón rúmmetrum efnis sem áætlað er að sé að finna í námum í Hvalfirði.

Frummatsskýrsluna má finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar, en skriflegar athugasemdir við hana ber að skila þangað fyrir 28. nóvember.

 

Efnistaka í Hvalfirði er háð leyfi frá iðnaðarráðuneytinu, en Björgun hefur tekið þar úr námum frá árinu 1964. Fyrirtækið hafði bráðabirgðaleyfi til 1. september 2008 en það var framlengt nýlega til 1. mars á næsta ári. Árleg efnistaka í Hvalfirði síðustu árin hefur numið að jafnaði um 500.000 rúmmetrum á ári. Skýrsluhöfundar segja að ef efnistöku þeirri sem nú fer fram úr sjó í Hvalfirði verði hætt verði að ná svipuðu magni úr námum í landi til viðbótar við þá efnistöku sem þar er fyrir.

 

Á botni Hvalfjarðar eru sex námur og eru þær allar til umfjöllunar í þessu umhverfismati. Umræða og ákvarðanataka um nýtingu einstakra náma og hugsanlegar skorður við nýtingu náma mun fara fram í tengslum við veitingu nýtingarleyfis. Efnistaka Björgunar fer sem kunnugt er fram með dæluskipum, sem dæla efni af hafsbotni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is