Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2008 10:28

Ferðaaðilar sjá ljós í myrkrinu

Í Borgarfirði. Ljósm. FH
Mikil bjartsýni ríkir í hópi ferðaþjónustuaðila sem starfað hafa innan All Senses hópsins á Vesturlandi. Hópurinn sem samanstendur af fulltrúum 30 ferðaþjónustufyrirtækja, kom saman á vinnufundi í síðustu viku. Þessi fyrirtæki starfa öll við heilsárs ferðaþjónustu á Vesturlandi. “Þrátt fyrir óvissu og aðsteðjandi erfiðleika telur hópurinn að við þessar aðstæður skapist áhugaverð og spennandi tækifæri sem mikilvægt er að vinna saman að,” segir í tilkynningu frá hópnum. Þá segir að ferðaþjónustan sé atvinnugrein sem nýti hvað best auðlindir þessa lands; náttúru, menningu og mannauð sem erfitt sé að verðfella og ekki hægt að flytja úr landi. “Ferðaþjónustan nær til allra landshluta og er því raunhæfasti kosturinn sem völ er á til að renna stoðum undir búsetu í hinum dreifðari byggðum. Ferðaþjónusta aflar umtalsverðra gjaldeyristekna og skapar fjölda starfa sem byggja á þekkingu og reynslu vel menntaðra einstaklinga.”

All Senses hópurinn skorar á stjórnvöld að nýta stöðuna til að byggja upp og fjárfesta í innviðum ferðþjónustunnar og marka sér skýra stefnu um áherslur og framkvæmdir sem tryggja arðsemi fjárfesta í þessari mikilvægu grein. Þá stefnumótun þurfi að vinna í náinni samvinnu við þá sem starfa í greininni og hafa þekkingu og reynslu í faginu. “All Senses vill hvetja landsmenn til að líta sér nær og skoða hvað landið hefur að bjóða. Við  viljum vinna saman að velferð okkar allra, tækifærin eru næg. Klukkan 20.00 þann 1. nóvember næstkomandi slökkvum við á Vesturlandi á rafljósum um stund og kveikjum á kertum. Það er ljós í myrkrinu. Velkominn á Vesturland.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is