Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2008 01:05

Suðurnesjamenn senda áskorun til Vestlendinga

Frá vígslu tvöfaldrar Reykjanesbrautar
Kristján R. Möller samgönguráðherra opnaði seinni áfanga að tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar við hátíðlega athöfn á sunnudag. Við sama tækifæri sendi Steinþór Jónsson, formaður áhugahóps um tvöföldun Reykjanesbrautar, áskorun til Sunnlendinga annars vegar og Vestlendinga hins vegar um að berjast fyrir tvöföldum stofnvega til beggja þessara landshluta líkt og Reyknesingar gerðu með samstilltu átaki frá árinu 2000. Færðu þeir fulltrúum Suðurlands og Vesturlands áritaðar skóflur sem táknræna gjöf og hvatningu. Á skóflunni sem íbúum Vesturlands hefur nú verið send stendur: “Íbúar Vesturlands! 2+2=0. Baráttukveðjur frá áhugahópi um tvöföldun Reykjanesbrautar.”

Með kveðjunni vísa gefendur til þess að í tæplega fimm ár hefur ekkert banaslys orðið á Reykjanesbraut, en framkvæmdir við tvöföldun hennar hófust árið 2002. Suðurnesjamenn höfðu lengi talað fyrir nauðsyn þess að tvöfalda Reykjanesbrautina en ekki fengið til þess hljómgrunn ráðamanna fyrr en þeir lokuðu brautinni dag einn fyrir átta árum til að vekja athygli á málstað sínum. Í kjölfarið var haldinn eftirminnilegur þúsund manna borgarafundur í Stapa í Keflavík þar sem ástandi brautarinnar var harðlega mótmælt. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut varð til og hreyfing komst á málin. Síðastliðinn sunnudag urðu kaflaskil því tvöföldun Reykjanesbrautar lauk og þar með náði baráttuhópurinn fullnaðarsigri.

 

Sjá nánar í frétt í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is