Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2008 07:41

Vel heppnuð Vísindavaka W23 hópsins

W23 hópurinn hélt vel heppnaða Vísindavöku í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á laugardag í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. W23 hópurinn samanstendur af Háskólasetri Snæfellsness, Náttúrustofu Vesturlands, Vör Sjávarrannsóknarsetri við Breiðafjörð og Þjóðgarði Snæfellsjökuls.  Það var Erla Björk Örnólfsdóttir, forstöðumaður Varar, sem setti vísindavökuna og kynnti nánar W23 hópinn. Markmið Vísindavökunnar var að kynna starfsemi hópsins og náttúrufarsrannsóknir á Snæfellsnesi fyrir almenningi og var ekki annað að sjá en að gestir Vísindavökunnar, sem voru á öllum aldri, hefðu gaman af því að kynna sér það sem fyrir augu bar.

Höfðað var til sem flestra skynfæra gesta þar sem hægt var að horfa, hlusta, þreifa, lykta og smakka. Krakkarnir höfðu gaman af lifandi sjávardýrum en voru ekki jafn hrifin af lyktinni þegar minkasteggur var krufinn og sýndu fjölbreytt svipbrigði á meðan þau fylgdust með því og krufningu á sjófugli. Sumir lögðu í að smakka söl og reyktan beitukóng á meðan aðrir kíktu í smásjár, skoðuðu myndir úr safni W23 hópsins og kynntu sér annað sem í boði var. Vísindavakan  var því gott tækifæri til að kynna fyrir heimamönnum það frábæra starf sem þessar stofnanir vinna á svæðinu og aldrei að vita nema unga fólkið hafi fundið spennandi vettvang til að starfa á í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is