Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2008 10:13

Umf. Snæfell er 70 ára í dag

Frá bikarmeistaratitli fyrir ekki margt löngu síðan
Ungmennafélagið Snæfell í Stykkishólmi fagnar stórafmæli um þessar mundir. Í dag, fimmtudaginn 23. október eru 70 ár liðin frá stofnun félagsins. Afmælisins verður þó ekki minnst fyrr en 16. nóvember næstkomandi. Þá verður dagskrá allan daginn þar sem boðið verður upp á æfingar, sýningar og kappleiki frá öllum deildum félagins. Afmælishátíðinni lýkur síðan með ræðu- og veisluhöldum um kvöldið.  Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson formaður Snæfells segir sérkennilegt á þessum tímamótum að nú séu kannski að renna upp tímar ekki ósvipaðir þeim þegar félagið var stofnað á sínum tíma, þegar allir unnu sín verk í sjálfboðavinnu og maður var manns gaman. Snæfell stóð einmitt fyrir leiksýningum og skemmtunum á fyrstu áratugum félagins.

„Núnar erum við að senda erlenda leikmenn og þjálfara heim og stóla á okkar heimafólk,“ segir Hjörleifur sem hefur eins og núverandi aðalstjórn Snæfells setið frá árinu 1999. Með Hjörleifi í stjórn eru María Valdimarsdóttir gjaldkeri, Eydís Eyþórsdóttir ritari og Árþóra Steinarsdóttir meðstjórnandi. Þess má geta að á síðasta fundi bæjarráðs Stykkishólms var ákveðið að veita 500 þúsundum til Snæfells aukalega vegna afmælis félagsins.

 

 

Vegna mistaka var þessi frétt birt hér á vefnum í gær, en það er í dag sem félagið er 70 ára. Skessuhorn biðst velvirðingar á því en óskar félögum í Snæfelli innilega til hamingju með daginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is