Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2008 03:03

Sextíu ungmenni þöndu nikkurnar

Slakað á milli laga. Ljósm. Grétar Þórisson
Dagana 17.-19. október var Landsmót ungmenna í harmonikkuleik haldið að Reykjum í Hrútafirði. Mótið er haldið á vegum Sambands íslenskra harmonikkuunnenda, en framkvæmd þess var í höndum Harmonikkuakademíunnar í Reykjavík. Þátttakendur voru tæplega 60 nemendur víðsvegar að af landinu. Tólf nemendur komu af Vesturlandi og þar af sjö úr Búðardal með kennara sínum Halldóri Þórðarsyni. 

Mótið fór þannig fram að þátttakendur mættu á föstudagskvöld og hófu samæfingar á lögum sem nemendur fengu fyrr í haust til að spreyta sig á. Á laugardagsmorgni var æft stíft og kl. 14 voru tónleikar sem hófust á því að þessi stóra hljómsveit lék saman nokkur lög undir stjórn Reynis Jónassonar.

Aðdáunarvert var á að hlýða hversu vel tókst til. Eftir það léku nemendur ýmist einleik eða nokkrir saman. Um kvöldið voru svo tónleikar eldri nemenda, þeirra sem lengra eru komnir í náminu. Á báðum þessum tónleikum komu fram mjög hæfileikaríkir harmonikkuleikarar og er ekki annað hægt en að dást að þessu unga fólki sem kemur fram fyrir fullum sal af fólki með harmonikkurnar sínar og spilar af snilld. Á sunnudaginn var mótinu svo formlega slitið. 

 

Þetta landsmót ungmenna er það fjórða í röðinni sem S.Í.H.U. heldur og í annað skipti sem það er haldið að Reykjum. Má geta þess að nú þegar er ákveðið að það verði þar einnig að ári.

 

-Melkorka Ben.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is