Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2008 09:16

Frá Snorralaug til djúpborana

Snorri var frumkvöðull sem enn er vitnað til
Hið þekkta tímarit Scientific American birtir á heimasíðu sinni ítarlega umfjöllun um jarðhitanýtingu Íslendinga, allt frá Snorralaug í Reykholti til hitaveitu Orkuveitu Reykjavíkur til djúpborana eftir orkuríkum jarðhitavökva. Christopher Mims, höfundur greinarinnar, gerir að umtalsefni hitaveituvæðingu höfuðborgar landsins, sem geri að verkum að kyndikostnaður er u.þ.b. einn fimmti miðað við olíufýringuna, sem hitaveitan leysti af hólmi.

Vikið er að djúpborunarverkefninu IDDP, sem nú stendur yfir. Þá megi búast við að mæta jarðhitavökva undir allt að tíföldum þeim þrýstingu, sem verið er að vinna með í dag. Orkuinnihald hans sé margfalt en á næsta áratug þurfi að yfirstíga ýmsar hindranir í hagnýtingu hans, svo sem að glíma við hugsanlega tærandi efnainnihald hans.  „Það langt þangað til þessi orka kveikir á nokkurri týru,“ er haft eftir Sverri Þórhallssyni, yfirverkfræðingi íslenskra orkurannsókna. Og blaðamaðurinn botnar greinina með því að fullyrða að afkomendur Snorra Sturlusonar, sem enn byggi þetta land, megi samt svo sannarlega vera stoltir.

 

Í umfjölluninni er einnig vikið að forystu Íslendinga á sviði jarðhitanýtingar og tilteknar hitaveituframkvæmdir í Kína og jarðboranir í Austur Afríku. Þá er vitnað í dr. Ólaf Flóvens, forstjóra Íslenskra orkurannsókna , sem fullyrðir að jafnvel með núverandi tækni mega framleiða 20 til 30 teravattstundir raforku hér á landi. Nú séu framleiddar u.þ.b. fjórar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is