Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2008 11:32

Verkalýðsfélag Snæfellinga stofnað

Í gær voru þrjú verkalýðsfélög á Snæfellsnesi sameinuð í eitt þegar Verkalýðsfélag Snæfellinga var formlega stofnað. Félögin sem renna nú í eina sæng eru Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélagið Stjarnan í Grundarfirði og Verkalýðsfélag Stykkishólms. Félagsmenn hins nýja félags eru um 2000 manns. Fyrsti formaður félagsins var settur Þorsteinn Sigurðsson í Stykkishólmi, varaformaður Sigurður Arnfjörð Guðmundsson í Snæfellsbæ og ritari Þórunn Kristinsdóttir í Grundarfirði.

“Það liggur fyrir að þjónusta verður ekki á neinn hátt skert með sameiningu félaganna í eitt öflugt verkalýðsfélag og skrifstofur reknar með svipuðu sniði og verið hefur í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Þar verða þrjú stöðugildi auk þess sem formaður félagsins verður í fullu starfi. Með sameiningu í eitt félag erum við fyrst og fremst að treysta stoðir verkalýðshreifingarinnar á Snæfellsnesi. Félögin voru öll fjárhagslega öflug fyrir sameininguna og því var engin nauð sem rak þau til sameiningar. Þvert á móti var e.t.v. aldrei nauðsynlegra en nú að verkalýðsfélögin stæðu þétt saman og það teljum við að þau geri með því að sameinast. Við höfðum stefnt að sameiningu í nokkur ár en markvisst verið unnið að henni sl. hálft annað ár,” segir Guðbjörg Jónsdóttir í Snæfellsbæ í samtali við Skessuhorn, en hún er einn af meðstjórnendum í nýja félaginu og starfsmaður á skrifstofu í Snæfellsbæ.

 

Ekki náðist í nýjan formann né varaformann félagsins sem þessa stundina sitja ASÍ þing í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is