Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2008 09:28

Fjórar íbúðir seldust á sýningarhelgi í Ólafsvík

Byggingarfélagið Nesbyggð seldi fjórar íbúðir um helgina þegar til sýnis voru tíu íbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi við Fossabrekku 21 í Ólafsvík. „Það hefur ekkert verið byggt hérna síðustu árin þannig að fólk hefur ekki átt kost á nýjum íbúðum fyrr en núna. Ég sé ekki fram á nein vandræði hjá okkur að selja þessar íbúðir og sjálfsagt verðum við að huga að því fyrr en seinna að undirbúa byggingu á lóðinni sem við eigum við hliðina,“ segir Páll Harðarson framkvæmdastjóri Nesbyggðar, en fjöldi fólks kom til að skoða íbúðirnar í Ólafsvík um helgina.

Nesbyggð er einnig að byggja tíu íbúðir í Grundarfirði og verða væntanlega fimm þeirra tilbúnar fyrir áramótin, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum þar vestra. Nesbyggð er aðeins sex ára gamalt fyrirtæki. Það hefur auk þess að vera með starfsemi á Snæfellsnesi staðið í miklum byggingarframkvæmdum í Reykjanesbæ og er það aðalástæðan fyrir því að lengi vel var ekki settur fullur kraftur í byggingu húsanna í Ólafsvík, en hún hófst fyrir einu og hálfu ári.  Íbúðirnar tíu sem til sýnis voru um helgina eru tveggja til fjögurra herbergja, frá 70 til 105 fermetra, og bílskúr er með fjórum þeirra. Þeim fylgir 80% Íbúðasjóðslán og að auki lánar Nesbyggð 10% kaupverðs með 5% vöxtum sem þykir sjálfsagt mjög gott eins og vaxtaokrið er í dag.

 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Nesbyggð fengið lof fyrir vandaða framleiðslu. Fyrirtækið hlaut m.a. viðurkenningu Reykjanesbæjar fyrir frábæran frágang bygginga og lóða um mitt ár 2006. „Við getum alla vega stælt okkur af því að íbúðirnar sem við höfum byggt hafa staðist öll veður og leka ekki,“ segir Páll Harðarson. Þess má geta að metnaðarfullt markmið forsvarsmanna Nesbyggðar um að byggja 50 íbúðir á ári hafa staðist til þessa og nú í ár er útlit fyrir að þær verði um 70 talsins. Í dag starfa um 60 manns hjá fyrirtækinu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is