Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2008 04:05

Hamagangur í dekkjunum

“Það er brjálað að gera og við höfum alls ekki undan. Veðrið með tilheyrandi versnandi færð skellur hratt á okkur núna og þá koma svona tarnir,” sagði Hörður Jóhannsson á dekkjaverkstæðinu í Borgarnesi í gær þegar blaðamaður Skessuhorns leit við á dekkjaverkstæðinu við Borgarbrautina. Þá var djúp haustlægð á leið inn yfir vestanvert landið og Borgfirðingar biðu í röðum í tugatali eftir þjónustu við bíla sína. “Það eru allir tiltölulega rólegir þessa stundina, en trúðu mér, það hafa sumir verið með kreppta hnefa og heimtað dekkjaskipti undireins. Líklega er kveikiþráðurinn styttri nú hjá fólki en venjulega.”

Flestir Borgfirðingar þekkja Hörð undir nafninu Hölli. Hann hefur verið í dekkja- og smurbransanum síðan vorið 1964, eða í rúm 44 ár, og hefur því tekið þátt í mörgum svona törnum eins og nú eru á dekkjaverkstæðum landsins. Þrátt fyrir 74 árin sló hann sjálfur hvergi af þar sem hann tók við pöntunum og afgreiddi viðskiptavinina jöfnum höndum og hann sat við og negldi vetrardekkin. Hölli segir einn meginmun vera á þessari dekkjavertíð umfram aðrar sem hann man. “Nú er efnahagsástandið þannig og óvissa með innflutning að hér eru dagprísar á dekkjum. Ég er hættur að reyna að gefa fólki upp verð á dekkjum nema að þau séu komin í hús. Það er nánast regla síðustu daga að dekk hækka í verði milli sendinga, jafnvel um 10% í hvert skipti. Líklega eru dekkjaverð helmingi hærra í verði núna en þau voru á sama tíma í fyrra,” sagði Hörður og var samstundis sestur aftur við naglavélina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is