Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2008 07:44

Vegurinn um Arnkötludal ekki fær í vetur

Framkvæmdir við nýja veginn um Arnkötludal og Gautsdal milli Króksfjarðar og Steingrímsfjarðar eru á eftir áætlun og hverfandi líkur eru á því að hann verði opnaður fyrir umferð í vetur eins og áður stóð til. Ástæður fyrir seinkun verksins eru m.a. þær að á köflum hafa komið lakara efni úr námum en gert var ráð og hefur það tafið verkið. Guðmundur Rafn Kristjánsson deildarstjóri nýframkvæmda hjá Vegagerðinni á Ísafirði segir að lagning neðra burðarlags sé komin vel á veg. Samkvæmt verksamningi á því verki að vera lokið 1. desember eða eftir rúman mánuð. Guðmundur Rafn segir á mörkunum að það standist.

Áformað var að hleypa umferð á veginn í vetur þegar lagningu neðra burðarlags væri lokið. Guðmundur Rafn segir það sína skoðun að ekkert vit sé í slíku. Fyrir utan kostnað við stikun og merkingar sé ekkert grín að aka tugi kílómetra á slíkum vegi og enginn tímasparnaður. Nýi vegurinn er 25 km á lengd og skal verkinu lokið næsta haust. Verktaki er Ingileifur Jónsson ehf. Frá þessu er greint á vef Reykhólahrepps, en vegurinn um Arnkötludal kemur til með að stytta gríðarlega leiðina vestur á firði, það er að segja ef fara þarf Strandaleiðina í  Steingrímsfjörð og þaðan um Djúpið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is