Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2008 01:05

Nafn Rökkurdaga passar óþægilega vel

„Það var búið að ákveða þetta nafn á hausthátíðina núna, en svo dundu þessi ósköp öll yfir þannig að nafnið passar eiginlega óþægilega vel. Grundfirðingar eru samt ákveðnir í að láta ekki ástandið í þjóðfélaginu skyggja á gleðina,“ segir Jónas Guðmundsson markaðstjóri Grundafjarðarbæjar sem hefur unnið með fræðslu- og menningarnefndinni að undirbúningi hátíðarinnar Rökkurdaga sem bera yfirskriftina Skelfing í skammdeginu. Hátíðin hófst í Grundarfirði sl. þriðjudag og stendur fram á nk. sunnudag. Jónas segir að fólk hafi verið tilbúið að leggjast á eitt við að gera dagskrá hátíðarinnar sem myndarlegasta. Að henni koma skólarnir, félag eldri borgara, kvenfélagið, Sögumiðstöðin og fleiri, en þetta er í fimmta sinn sem hausthátíð er haldin í Grundarfirði.

Yngri bekkir grunnskólans gáfu forsmekkinn með því að starfrækja kaffihús í Sögumiðstöðinni fyrstu dagana. Skelfilegar vöfflur og hrikalegt kaffi verður til sölu gegn vægu gjaldi. Einnig voru ýmsar skemmtilega skuggalegar uppákomur á kaffihúsinu.  Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan. Draugaþema verður í leikskólanum í dag, bangsadagur á bókasafninu og draugahús í félagsmiðstöðunni Eden. Þegar líður á kvöldið verður svokallað hryllingsmyndamaraþon í Sögumiðstöð. Þar verða m.a. til sýnis nokkrar af bestu hrollvekjum kvikmyndasögunnar og mun sýningarstjóri fræða gesti um myndirnar fyrir sýningu. „Svo er bara að sjá hverjir þora að endast alla nóttina,“ eins og segir í dagskrárkynningu.

 

Á morgun, laugardag verður síðan ungbarnaball í umsjón íþróttaskólans og kvikmyndasýning í Sögumiðstöðinni, þar sem m.a. verður sýnd stuttmynd um drauginn á Þórdísarstöðum sem unnin var af nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þegar líður að miðnætti verður draugaball á Kaffi 59 með Sixties. Þar er skorað á alla að mæta í draugabúningi. Á sunnudag verður drungaleg samverustund í Sögumiðstöðinni, þar sem kynnt verða úrslit í sagnasamkeppni Rökkurdaga.  Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur les upp og yngstu bekkir grunnskólans sýna hryllilegar myndir. Kvenfélagið Gleym mér ei verður með kaffi og pönnukökur til sölu og einnig verður grundfirskt handverk til sýnis og sölu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is