Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2008 11:57

Taumlaus frjálshyggja hefur dregið þjóðina í skuldafen

Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fundaði í gær og sendi í kjöfarið frá sér yfirlýsingu. Þar krefst kjördæmisráðið uppgjörs við efnahags- og peningamálastefnu undanfarinna áratuga.  “Nú þarf breytingar til batnaðar með ábyrgð, jöfnuð og velferð almennings að markmiði. Taumlaus frjálshyggja og markaðshyggja hefur dregið þjóðina í skuldafen og við því þarf að bregðast.   Alþingi verður að láta vinna vandaða rannsókn á því hvað brást, hvaða lærdóm megi draga og hvernig nýtt regluverk fyrir fjármálalífið á að vera. Leita skal til aðila og einstaklinga, sem eru óháðir tengslaneti íslensks atvinnulífs og stjórnmála. Rannsaka skal lögmæti viðskipta og ákvarðana í aðdraganda hrunsins í bönkunum á síðustu mánuðum og þeir sóttir til saka sem kunna að vera sekir.”

Þá segir að ljóst sé að forsendur fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 27. maí 2007 séu gjörbreyttar og sá tími, sem þá virtist vera til umþóttunar um aðildarviðræður við ESB er liðinn. “Þær viðræður þurfa stjórnvöld að hefja strax. Ísland hefur leitað aðstoðar alþjóðasamfélagsins en það þarf líka að gera róttækar breytingar á stjórn efnahagsmála, bæði á hinum pólitíska vettvangi og innan stjórnkerfisins, með uppstokkun embætta og stórefldu eftirliti í viðskiptalífinu. Stjórn Seðlabanka Íslands verður að víkja og við endurmönnun bankastjórna verður að fara að lögum um jafnrétti kynjanna.  Jafnframt skal leggja áherslu á að kjör yfirstjórnenda verði endurskoðuð og þeim stillt í hóf.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is