Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2008 09:10

Greiðslum Jöfnunarsjóðs flýtt

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga lýkur í dag greiðslu framlaga að fjárhæð rúmlega tveir milljarðar króna til sveitarfélaga í landinu en framlögin áttu að berast sveitarfélögunum um næstu mánaðamót. Greiðslunum er flýtt til að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Kristján L. Möller samgönguráðherra boðaði á fyrsta ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 17. október síðastliðinn að flýtt yrði greiðslu umræddra framlaga Jöfnunarsjóðs og hafa starfsmenn sjóðsins og samgönguráðuneytisins unnið hratt að útreikningi og greiðslu framlaganna síðustu daga. Við sama tækifæri sagði ráðherra að stefnt yrði að því að greiða í nóvembermánuði 250 milljónir króna af eftirstöðvum vegna 1.400 milljóna króna aukaframlags í Jöfnunarsjóð á árinu en nú þegar er búið að greiða 900 milljónir.

Þá er í samgönguráðuneytinu verið að vinna frá tillögum að reglum fyrir úthlutun 250 milljóna króna framlags til sveitarfélaga vegna skerðingar á aflamarki og verða reglurnar kynntar fljótlega.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is