Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2008 10:13

KB bauð til vetrarfagnaðar

Sú var tíðin að sagt var: “Ef varan er til, þá fæst hún í Kaupfélaginu,” um það var meira að segja ekki deilt þegar kaupfélög landsins voru hvað öflugust. Þó samvinnufélögum hafi fækkað mikið á síðari árum er Kaupfélag Borgfirðinga enn sprelllifandi þó ýmiss rekstur á þess vegum hafi verið lagður af. Félagið rekur þó myndarlega búrekstrardeild við Egilsholt 1 í Borgarnesi, þar sem starfsstöð félagsins er í nýlegu húsi við hlið Húsasmiðjunnar. Þangað var gestum og gangandi boðið til veislu sl. laugardag. “Fyrst og fremst viljum við gera eitthvað skemmtilegt nú í skammdeginu og lyfta brún Borgfirðinga. Það er alltaf gaman að hittast og eiga notalega stund saman og tilefnið þarf ekki að vera stórt. Því buðum við til fyrsta vetrardagsfagnaðar, höfðum veitingar á borðum, tískusýning þar sem borgfirskir krakkar sýndu vetrarfatnað og tilboð voru á ýmsum vörum í versluninni,” sagði Margrét K Guðnadóttir verslunarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Tiltæki kaupfélagsfólks fékk afar góðar viðtökur og á meðan ljósmyndari Skessuhorns stóð við eftir hádegið á fyrsta degi vetrar var verslunin full af fólki. Einn viðmælandi blaðsins hafði á orði að nú væri e.t.v. tími kaupfélaganna og samvinnuhugsjónarinnar að eflast á nýjan leik eftir harkalegt fall nýfrjálshyggjunnar. Hvort það reynist rétt, verður tíminn að leiða í ljós.

 

Á meðfylgjandi mynd sker Guðsteinn kaupfélagsstjóri þverhandarþikkar sneiðar af rjómatertu fyrir gesti. Fleiri myndir frá vetrardagsfagnaði KB og öðrum viðburðum um liðna helgi verða í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is