Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2008 11:04

Snæfell með góðan sigur á Þórsurum

Sæfellsliðið í karladeildinni í körfuboltanum gaf félaginu góða afmælisgjöf þegar Þórsarar komu í heimsókn á föstudagskvöldið. Þetta var daginn eftir 70 ára afmæli félagsins og Snæfellsliðið var í ham og náði sínum besta leik í vetur. Norðanmenn stóðu hinsvegar í heimamönnum í Hólminum lengi vel, en á lokakaflanum var enginn vafi á því hvert liðið væri betra og Snæfell innbyrti öruggan sigur, 88:71. Snæfell náði strax frumkvæðinu í leiknum en munurinn var aldrei mikill í fyrri hálfleiknum, Þórsarar komu sífellt til baka. Í hálfleik var Snæfell fimm stigum yfir 43:38. Þórsarar náðu góðum kafla í byrjun seinni hálfleiks, tókst þá að minnka muninn í eitt stig og var það besta staðan norðanmanna í leiknum. Í lok þriðja leikhluta var Snæfell með átta stiga forustu og bætti síðan enn í á lokakaflanum eins og áður segir.

Hjá Snæfelli áttu stóru mennirnir mjög góðan leik og voru atkvæðamestir. Sigurður Þorvaldsson  skoraði 28, Jón Ólafur Jónsson gerði 24 stig, Hlynur Bæringsson 13 og tók hvorki fleiri né færri en 19 fráköst, Atli R. Hreinsson skoraði 9 stig, Egill Egilsson 5, Gunnlaug Smárason 3 og þeir Ingveldur Magni Hafsteinsson, Kristján P. Andrésson og Daníel A Kazmi sín 2 stigin hvor. Hjá Þórsurum var Guðmundur Jónsson langakvæðamestur með 30 stig og Cedic Isom kom næstur með 17 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is