Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2008 07:33

Minnihlutinn skýtur tölumálunum til athugunar ráðuneytis

Samgönguráðuneytið hefur nú til meðferðar tvö erindi vegna ákvörðunar meirihluta bæjarstjórnar Akraness varðandi tölvumál bæjarins í sumar. Ráðuneytið hefur um tíma haft til meðferðar kæru Eyjólfs K. Stefánssonar eiganda tölvuþjónustunnar ARDE. Nýlega sendi minnihluti bæjarstjórnar ráðuneytinu bréf  þar sem farið er fram á athugun á afgreiðslu meirihluta bæjarstjórnar varðandi tölvuþjónustuna, en minnihlutinn boðaði það í sumar þegar málin voru til meðferðar í bæjarstjórninni, að leitað yrði álits æðra stjórnvalds.

Bréf  samgönguráðuneytis dagsett 16. október sl. vegna erindis minnihluta bæjarstjórnar var kynnt á fundi bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag, en fyrirspurnir minnihlutans beinast að sömu efnisatriðum og kæra Eyjólfs, m.a. er bent á hugsanleg hagsmunatengsl og brot á jafnræðisreglu.

Bæjarráð samþykkti að fela Jóhannesi Karli Sveinssyni hrl. hjá lögmannsstofunni Landslögum ehf. að svara erindinu. Væntanlega mun úrskurður úr þessum málum vegna tölvumála Akraneskaupstaðar berast frá ráðuneytinu áður en langt um líður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is