Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2008 04:36

Síldin ljónstygg á Breiðafirðinum

,,Það er mjög erfitt að átta sig á því hve mikil síld er hér á svæðinu. Aðstæður eru mjög erfiðar og síldin heldur sig utan í hólmum og skerjum og svo er mikil ferð á henni. Hún syndir hér fram og til baka og sennilega fylgir hún föllunum,“ sagði Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa RE í dag, þegar verið var að snurpa á Kiðeyjarsundi út af Stykkishólmi eftir þriðja kast dagsins. Skipið var á leiðinni til Vopnafjarðar með 800 tonna afla um miðjan daginn.  Faxi kom á miðin í Breiðafirði á laugardag eftir siglingu frá Akranesi þar sem nót var tekin um borð. Á heimasíðu HB Granda segir Albert að veiðarnar hafi byrjað á Breiðasundi en þar var lítinn afla að hafa.

,,Það er ákaflega erfitt að stunda veiðarnar eins og aðstæður eru hér. Síldin er sömuleiðis mjög stygg og mér sýnist að við verðum að bregðast við með því að fá okkur lengri nót.“

 

Albert skipstjóri segir síldina ágætlega stóra, en uppistaðan í aflanum er um 320 gramma síld. Á sunnudag var afli Faxa orðinn um 500 tonn, en um 300 tonn fengust síðan á mánudeginum, þar af 150 tonn í síðasta kastinu, þannig að Albert hefur hitt ágætlega á stygga síldina. Hann taldi góðar líkur á að megnið af aflanum myndi henta til vinnslu. Það er reyndar rúmlega sólarhrings sigling úr Breiðafirðinum til Vopnafjarðar og því gætu gæði hráefnisins ráðist af því hvernig veðrið verður á leiðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is