Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2008 10:05

Stöðug vinnsla í saltfiskinum hjá Agustson

„Það hefur verið stöðug vinnsla hjá okkur að undanförnu. Veiðar  gengið ágætlega þó illa hafi viðrað í síðustu viku, Gullhólmi hefur verið að koma með 35-50 tonn yfir vikuna og við höfum einnig verið að fá af mörkuðunum, en fiskverðið hefur verið mjög rokkandi síðustu vikurnar. Þetta er búið að vera undarleg staða að undanförnu, að því leyti að þó við höfum verið að flytja út hefur gjaldeyririnn ekki skilað sér til baka. Það þolir þetta ekkert fyrirtæki til lengdar en það fer vonandi að leysast úr þessu á næstu dögum,“ segir Magnús Bæringsson framleiðslustjóri í fiskverkun Agustson í Stykkishólmi, en tvö fyrirtæki eru aðallega í landvinnslu í Hólminum, Agustson og Þórsnes.

Agustson hefur einbeitt sér að saltfiskvinnslunni síðustu tvö árin eftir að kavíarvinnslan var flutt úr landi, en fyrirtækið rekur þrjár vinnsludeildir í Danmörku. Magnús segir að stefnt sé að því að auka magnið í ár, en á síðasta árið voru unnin um 500 tonn af þorski í húsinu. Fyrirtækið bætti við flökunarlínu í haust, sem mun veita meiri sveigjanleika ef markaðurinn kallar frekar á söltuð flök en hinn hefðbundna flattan fisk.

 

„Við höfum verið að setja hluta aflans í flök.  Það er líka þannig að við viljum helst einbeita okkur að því þessa stundina sem góð reynsla er kominn á og því er aðaláherslan í saltfiskinum hjá okkur,“ segir Magnús.  Í saltfiskvinnslunni hjá Agustson eru að jafnaði um 15 manns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is