Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2008 07:31

Umfangsmiklar fráveituframkvæmdir víða komnar í gang

Jarðvegsframkvæmdir eru nú hafnar vegna byggingar hreinsistöðvar fyrir skólp í Brákarey í Borgarnesi. Skessuhorn greindi nýlega frá því að vinna við sambærilegar dælu- og hreinsistöðvar væri hafin á Akranesi. Það er Ístak sem tók að sér verkefnið í framhaldi útboðs sem náði raunar til bygginga nýrra fráveitukerfa og hreinsistöðva á Kjalarnesi, Akranesi og í Borgarbyggð. Verkið í heild mun kosta um 3 milljarða króna. Fullyrða starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur með framkvæmdir þessar að gera, að um stærsta umhverfisverkefni fyrr og síðar á Vesturlandi sé að ræða.

Í vetur verður m.a. unnið við að koma nýrri stofnlögn fyrir í Borgarbraut, aðalgötu Borgarness. Um leið verður nýrri neysluvatnsstofnlögn komið fyrir í götunni. Má því gera ráð fyrir að gatan og umhverfi hennar verði á að líta líkt og skotgrafir í stríðsátökum næsta árið eða svo. Auk safnlagna frá veitukerfum þéttbýlisstaðanna verða byggðar afkastamiklar dælu- og hreinsistöðvar á Akranesi og í Borgarnesi. Meginþungi þessara framkvæmda verður á næsta ári en þeim á að vera lokið í ársbyrjun 2010.

 

Auk þessara framkvæmda mun Borgarverk í Borgarnesi byggja lífrænar hreinsistöðvar á Bifröst, Varmalandi, Hvanneyri og í Reykholti. Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á þessum stöðum og byggingarvinna hafin á Bifröst. Þeim framkvæmdum á að vera lokið um mitt næsta ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is