Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2008 03:10

Námskeið um uppeldi og fóðrun kvíga

Mikill breytileiki er í fóðrun og meðferð kálfa og kvígna á Íslandi og víða er vaxtargetan vannýtt. Margt bendir til að almennt sé ekki verið að mæta þörfum kálfa og kvígna í uppeldi.  Þann 20. nóvember nk. býður Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands upp á námskeið fyrir bændur sem hefur það að markmiði að gefa markvissar leiðbeiningar um helstu þætti er varða uppeldi á kvígum til viðhalds kúastofninum. Farið verður yfir fóðrun, aðbúnað og sjúkdómavarnir á mismunandi tímaskeiðum í uppeldinu, undirbúning kvígunnar fyrir burð og fóðrun kvígna á 1. mjaltaskeiði. Rætt verður um leiðir til að fullnýta vaxtargetu gripanna miðað við burð um 24 mánaða aldur. Fjallað verður um sumarbeit kvígna í uppeldi. Farið verður yfir aðferðir til að meta árangur uppeldisins á hverjum tíma.

 

 

Það er einkum ójafnvægi í hlutföllum fóðurefna sem er áberandi.  Þetta getur svo leitt til þess að kvígur safna óhóflegum holdum, en stækka ekki sem skyldi.  Óhófleg holdsöfnun er mjög óæskileg, sérstaklega á hinu svokallaða „krítiska tímabili“, á aldrinum 5-15 mánaða, þar sem hún leiðir til fitusöfnunar í júgur og lægri ævinytjar. Gróffóður er gjarnan of lágt í próteini til að mæta þörfum. Steinefni og vítamín í heimaöfluðu fóðri eru einnig mjög lítil miðað við þarfir fyrir vöxt og eðlilegan þroska gripanna.

 

Meðal burðaraldur hjá fyrsta kálfs kvígum er nú rúmir 28 mánuðir.  Samkvæmt hagfræðilegum útreikningum er talið hagkvæmast að kvígur beri 24 mánaða gamlar. Það sem lagt er til grundvallar þarna er einkum aukinn kostnaður við húsnæði, viðhaldsfóður og aukna vinnu. 

 

Dæmi:  Bóndi sem setur á 20 kvígukálfa á ári er með að jafnaði 40 gripi í uppeldi ef burðaraldur er 24 mánuðir. Ef hins vegar burðaraldur er 28 mánuðir er fjöldi gripa að jafnaði 47 eða 7 gripum fleira. Viðhaldsfóður fyrir 20 kvígur í 4 mánuði nemur um 10 þús fóðureiningum eða rúmlega 40 rúllum. Síðan má áætla hvað kostnaðurinn er, en líklegt er að hann sé um 500 þús á ári miðað við þessar forsendur.   

 

Leiðbeinendur námskeiðsins eru þeir Grétar Hrafn Harðasson og Jóhannes Sveinbjörnsson, sérfræðingar hjá lbhÍ.

Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi að Reykjum í Ölfusi, sjá nánar á www.lbhi.is eða í síma 433 5000/ 4335033. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is