Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2008 10:05

Alþjóðleg menningarmiðstöð fyrirhuguð í Hafbjargarhúsinu

Þorgeir Jósefsson
“Hafbjargarhúsið hefur verið notað sem geymsluhúsnæði fyrir HB Granda undanfarin ár. Ef samningar nást við þá um notkun á húsinu fáum við það án endurgjalds í allt að 7 ár og megum gera þær breytingar sem við viljum,” segir Þorgeir Jósefsson stjórnarformaður Akranesstofu um Hafbjargarhúsið á Breið, en þar fer opnunarhátíð Vökudaga fram í dag klukkan 16. “Hugsunin er sú að í húsinu verði alþjóðleg menningarmiðstöð með áherslu á leiklist og myndlist. Hugmyndin kviknaði í samvinnu við Bjarna Jónsson Skagamann og leikskáld og Ragnheiði Skúladóttur konu hans sem er deildarforseti leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. Bæði rektor og deildarstjórar í LHÍ hafa skoðað húsnæðið og líst vel á hugmyndirnar,” segir Þorgeir og bætir því við að hugmyndin sé í ákveðinni gerjun í augnablikinu því efnahagsástandið hafi óneitanlega sett strik í reikninginn.

Á opnunarhátíð Vökudaga í Hafbjargarhúsi fer fram formleg opnun Skagalistar 08 sem er samsýning listamanna frá Akranesi, en sýningin er á vegum Kirkjuhvols. Nýjar stuttmyndir til kynningar á Akranesi verða frumsýndar og boðið verður upp á tónlistaratriði frá nemendum í Tónlistarskóla Akraness. Loks verður þar afhending Menningarverðlauna Akraness 2008, en um er að ræða viðurkenningu fyrir framlag til menningar og lista í bæjarfélaginu á árinu. “Slíkar viðurkenningar hafa verið veittar undanfarin ár. Nú hefur verið ákveðið að nefna þau Menningarverðlaun Akraness. Stefnt er að því að afhenda þau á hverju ári í tengslum við Vökudaga og þá einstaklingum, fyrirtækjum eða félagasamtökum sem þykja hafa staðið upp úr í tengslum við menningarlífið,” segir Þorgeir.

 

Akranesstofa var sett á laggirnar í vor. Þar með voru menningar-, safna- og ferðamál í bæjarfélaginu sameinuð undir einn hatt. “Starfið er ekki fullmótað ennþá en verið er að vinna að ýmsum verkefnum. Þar má auk menningarmiðstöðvarinnar á Breiðinni nefna breytingar á Safnasvæðinu og aukna tengingu þess við háskólasamfélagið. Adolf Friðriksson fornleifafræðingur og Skagamaður hefur gert tillögur þess efnis. Ég er sannfærður um að ef okkur tekst að hrinda þeim í framkvæmd munum við efla Safnasvæðið mjög og stórauka starfsemi þar.”

 

Þá er ekki öll gróska í menningarlífi Akraness upptalin því Þorgeir nefnir einnig hugmynd sem gengur undir nafninu Viskubrunnur. “Við fengum styrk til verkefnisins í sambandi við mótvægisaðgerðir vegna kvótaniðurskurðar. Í Viskubrunni er fléttað saman námi og leik. Á síðasta stjórnarfundi Akranesstofu var skipaður starfshópur þriggja kvenna til að vinna með Tómasi Guðmundssyni verkefnisstjóra að því að útfæra hugmyndina betur. Til að mynda er verið að íhuga að setja upp svokallaðan Álfalund í skógræktinni Garðalundi og flétta saman þessi tvö verkefni undir nafninu „Viskubrunnur í Álfalundi“. Þar yrðu ný leiktæki, hugsanlega einhver sölustarfsemi og fleira, en allt er þetta í vinnslu. Þarna yrði einnig góð aðstaða til útikennslu fyrir skólafólk. Skagamenn eiga eitt stærsta heildstæða útivistarsvæði sem um getur á landinu, Safnasvæðið, golfvöllinn, kirkjugarðinn og skógræktina. Þetta á að nýta.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is