Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2008 03:49

Frumflytja sálma eftir Skagamenn

“Það er margt spennandi í gangi hjá okkur í Kirkjuviku,” segir Sveinn Arnar Sæmundsson organisti Akraneskirkju en fjölbreytt dagskrá verður í kirkjunni alla vikuna. “Ég nefni sérstaklega Óskalagatónleika Eyþórs Inga Jónssonar organista Akureyrarkirkju sem hafa vakið mikla athygli þar sem þeir hafa verið haldnir. Á tónleikunum, sem fara fram mánudaginn 3. nóvember, mun hann flytja dægurlög í orgelbúningi auk þekktra orgelverka. Eyþór er einn af okkar fremstu orgelleikurum og er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir í efnisvali sínu. Hann hóf einmitt orgelnám sitt hér á Akranesi hjá Fríðu Lárusdóttur og kenndi við tónlistarskólann hér í bæ. Einnig nefni ég hádegistónleika Steina, Sigursteins Hákonarsonar, þar sem hann kemur fram ásamt léttsveit Vinaminnis laugardaginn 8. nóvember. Steini mun þar syngja hugljúfar dægurperlur og mun heiðra minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar sérstaklega.

Loks má nefna hátíðartónleika Kórs Akraneskirkju sunnudaginn 9. nóvember. Þar kemur fram með kórnum ein glæsilegasta tenórrödd sem við Íslendingar eigum, Gissur Páll Gissurarson.”

Á fyrrnefndum hátíðartónleikum, sem marka endalok Kirkjuvikunnar og Vökudaga, mun kórinn meðal annars flytja sálma eftir Sigurbjörn Einarsson auk nýrra sálma eftir Skagaskáld. Kirkjuvikan hefst einmitt á svokölluðum Kirkjudegi, sunnudaginn 2. nóvember, þar sem frumfluttir verða tveir sálmar eftir Skagamenn við guðsþjónustu. Annar þeirra er eftir Brynju Einarsdóttur við eigin texta. Hinn eftir Svein Arnar við texta Guðmundar Kristjánssonar.

 

“Þá er aðeins fátt eitt upptalið. Í Kirkjuvikunni verður einnig fyrirbænastund, opið hús fyrir eldri borgara þar sem Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur verður sérstakur gestur og barnakórar kirkjunnar koma fram í sunnudagaskólanum og guðsþjónustu,” segir Sveinn Arnar. “Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á viðburði Kirkjuviku og kynna sér það fjölbreytta starf sem unnið er innan Akraneskirkju.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is