Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. nóvember. 2008 09:04

Ljóðmyndasýning í heitu pottunum

Ljósmyndasafn Akraness og íþróttamiðstöðin á Jaðarsbökkum efna til „ljóðmyndasýningar“ á Vökudögum. Nokkrir valinkunnir borgarar á Akranesi hafa valið ljóð sem birt verða með myndum af vef ljósmyndasafns. Ljóðmyndirnar verða hafðar til sýnis og skoðunar fljótandi um í heitu pottunum við sundlaugina að Jaðarsbökkum. Gerður Jóhannsdóttir deildarstjóri ljósmynda- og héraðsskjalasafnsins segir að þessi hugmynd eigi rætur að rækja til bókasafnanna í landinu. „Fyrir nokkrum árum setti bókasafnið ljóð í heitu pottana hérna. Á Írsku dögunum síðasta sumar settum við ljósmyndir í pottana og nú kom upp sú hugmynd að skella þessu saman.“

Gerður segir að haft hafi verið samband við nokkra af helstu viðskiptavinum safnsins og þeir beðnir að velja eitt fallegt ljóð og mynd af vef ljósmyndasafnsins. „Þetta er fólk á öllum aldri, einn einstaklingur frá hverjum áratug og það verða að minnsta kosti tíu myndir á sýningunni,“ Gerður segir að sá elsti sem brást við kallinu sé Sigursteinn Árnason heimilismaður á Höfða, fæddur 1915. Yngst er Bergþóra Hallgrímsdóttir sem verður tíu ára á árinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is