Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2008 01:12

Grundaskóli setur upp söngleikinn Vítahring

Atriði úr Vítahring
“Þetta er greinilega í blóðinu. Eldri systur okkar beggja voru í fyrri söngleikjum Grundaskóla,” segir Daníel Magnússon, en hann og Emilía Halldórsdóttir eru bæði í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi og fara með stór hlutverk í Vítahring, fjórða frumsamda söngleiknum sem settur er á fjalirnar í skólanum. Hvorugt þeirra hefur stigið áður á leiksvið í “alvöru uppfærslu” eins og þau orða það sjálf en segjast engu kvíða þótt frumsýningin nálgist nú óðum. Um 100 nemendur í unglingadeild skólans spreyttu sig í áheyrnarprufum fyrir Vítahring, sem verður frumsýndur í Bíóhöllinni föstudaginn 6. nóvember. Úr þeim stóra hópi voru valdir 35 einstaklingar í hlutverk leikara og dansara. Söngleikurinn er byggður á samnefndri sögu Kristínar Steinsdóttur, en sú saga er byggð á Harðar sögu Grímkelssonar sem gerist að mestu leyti í næsta nágrenni Akraness og í Hvalfirði á landsnámsöld.

Handrit söngleiksins og tónlist sömdu þeir Einar Viðarsson, Flosi Einarsson og Gunnar Sturla Hervarsson en sagan fjallar að stórum hluta um hvernig það er fyrir börn að búa við þær aðstæður sem myndast á þeim tíma þegar hefndir og morð eru algeng.

 

“Þetta er rosalega skemmtileg uppfærsla og gaman fyrir fólk að sjá verk sem er byggt á þessari sögu. Vítahringur er öðruvísi en fyrri söngleikirnir, það er mikill húmor í verkinu en jafnframt alvara í bland,” segir Emilía. Hún leikur Helgu Jarlsdóttur, konu Harðar. Daníel leikur Glúm, sem er sonur Geirs, fóstbróður Harðar. “Glúmur er bæði montinn og hrokafullur, vill vera bestur í öllu,” segir Daníel og hlær. Hann segir það góða reynslu að taka þátt í uppfærslunni. “Þetta getur hjálpað þeim sem eru feimnir að koma fram. Margir þeirra sem hafa tekið þátt í fyrri söngleikjum segja það hápunktinn á grunnskólagöngunni.”

Það má með sanni segja að söngleikir Grundaskóla hafi slegið í gegn á Akranesi en að meðaltali sáu 2.000 manns hverja uppfærslu og geisladiskar með tónlistinni rokseldust. Emilía og Daníel eru sannfærð um að Vítahringur verði engin undantekning. “Ætli þetta verði ekki það besta hingað til,” segir Daníel og þau hlæja bæði. “Við viljum allavega hvetja fólk til þess að koma og sjá sýninguna – þótt það sé kreppa!”

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is