Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2008 09:05

Rólegir gítartónar upp í metalrokk

Eva Laufey
Hin árlega Tónlistarkeppni FVA fer fram í Bíóhöllinni á Akranesi í dag klukkan 16. Í ár taka sex hljómsveitir þátt í keppninni en dómnefndina skipa Eddi Lár, Jakob Frímann Magnússon, Einar Bárðarson, Óli Palli og Flosi Einarsson. Kynnar verða útvarpsmennirnir Frosti og Máni á X-inu.  “Þessar sex sveitir eru úr ýmsum áttum og spila allt frá rólegum gítartónum upp í metalrokk,” segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir formaður nemendafélags FVA, NFFA. Nemendafélagið heldur utan um skipulag keppninnar ásamt stjórn tónlistarklúbbs skólans en hana skipa Bergur Líndal, Fjölnir Gíslason, Bergþór Viðarsson, Sindri Már Atlason, Sigurmon Hartmann Sigurðsson og Tómas Guðmundsson.

Hefð er fyrir því að yfirskrift keppninnar sé ólík á milli ára. Nú kallast keppnin Stofurokk. “Hugmyndin var að þetta væri svona stofufílingur. Reyndar langaði mig að láta þetta heita Kreppurokk,” segir Eva Laufey og hlær. Hún segir að keppnin sé hápunkturinn í félagslífi skólans á haustönn, en að henni lokinni verður ball með Stuðmönnum í sal FVA.

 

Lítið hefur verið um að almenningur á Akranesi mæti á keppninni en hugsanlega verður undantekning á því í ár. “Keppnin er opin öllum og við auglýsum hana betur en verið hefur. Við erum líka ströng á þeim hámarkstíma sem hver sveit fær svo þetta dragist ekki óþarflega á langinn,” segir Eva Laufey en hver sveit flytur þrjú lög. Verðlaunin í keppninni eru ekki af verri endanum. “Diddi fiðla ætlar að taka upp lag með sigursveitinni og við ætlum að reyna að koma því í spilun í útvarpi. Auk þess verða líklega tónleikar með sigursveitinni í Skrúðgarðinum til að kynna hana betur.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is