Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2008 09:05

Árangurslausar boranir á útnesinu

Snæfellsbær stóð seinniparts sumars fyrir borunum eftir heitu vatni á svæðinu fyrir ofan Hellissand og Rif. Boraðar voru fjórar holur frá 120 til 200 metra djúpar. Niðurstöður eru nú komnar úr þessum borunum. Árangurinn varð enginn og aðeins ein þeirra dýpri, við Búrfell, náði því að verða hitastuðulshola, það er að komist var niður í gömlu jarðlögin, en einungis þar er talið að heitt vatn sé að finna, að sögn Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings hjá Íslenskum orkurannsóknum. „Það er greinilegt að bora verður dýpri holur á þessu svæði ef árangur á að nást,“ segir Sigurður Garðar en það var mannskapur frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða með borinn Benedikt sem framkvæmdi boranirnar. Til þeirra fékk Snæfellsbær tíu milljóna króna styrk frá Orkusjóði.

Erfiðlega gengur að finna heitt vatn til húshitunar á svæðinu frá Snæfellsbæ í Grundarfjörð, en ágætar vísbendingar komu þó við borun á Berserkseyri við Grundarfjörð í fyrra. Nokkuð langt er síðan boraðar voru tilraunaholur við Ólafsvík eftir heitu vatni, en án árangurs. Það er því útlit fyrir að íbúar í Snæfellsbæ og líklega einnig í Grundarfirði verði án hitaveitu fyrst um sinn, þótt væntanlega verði áfram haldið að leita að heitu nýtanlegu vatni á þessu svæði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is