Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2008 11:24

Laxveiðin mikilvæg til að styrkja ímynd landsins

Eftir besta laxveiðisumar fyrr og síðar eru blikur á lofti í sölu veiðileyfa fyrir næsta ár. Þó segir formaður Landssambands veiðifélaga að hafi Ísland einhvern tímann haft þörf fyrir að byggja upp erlend samskipti og viðskiptasambönd til að bæta ímynd landsins, þá sé það nú og í nánustu framtíð. Skessuhorn hefur fyrir því heimildir að veiðiheildsalar á landinu fari varlega í yfirlýsingar um sölu veiðileyfa til innlendra aðila fyrir næsta ár. Þeir segja að nú séu bankarnir farnir af markaði þessara leyfa og stórfyrirtæki eigi einnig eftir að draga sama í veiðileyfakaupum. Á málþingi sem haldið var sama dag og aðalfundur Landssambans stangveiðifélaga um liðna helgi voru þessi mál rædd. Þar sagði Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður SVFR m.a.: “Nú geta veiðimenn keypt veiðileyfi á besta tíma næsta sumar í veiðiánum, millarnir og bankarnir kaupa ekki neitt lengur.”

Bjarni bætti við: “Það verður hrun í sölu veiðileyfa innanlands. Íslenskir veiðimenn munu fækka ferðum og fara fekar í silung. Tugir veiðimanna ætla að sýna skynsemi á komandi sumri með tilliti til efnahagsástandsins.”

 

Hafa verður í huga að þarna talaði talsmaður stangveiðifélaga. Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga hélt einnig erindi á fyrrnefndu þingi. Hann vill ekki taka jafn djúpt í árinni og segir fullsnemmt að greina ástandið núna, þó hann reikni með að einhver samdráttur verði í sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar. “Þegar þetta ástand skapast nú mun Landssamband veiðifélaga ekki una því að þessi atvinnugrein, þ.e. nýting laxveiðihlunninda, verði töluð niður í þjóðfélaginu líkt og sumir ráðamenn hafa iðkað. Oft hefur verið talað þannig um laxveiðina að það væri nánast saknæmt athæfi að stunda laxveiðar. Fyrir Íslendinga væri það fáránlegt að nýta ekki þá einstöku upplifun sem íslensk stangveiði getur haft fyrir erlenda gesti okkar. Hafi Ísland einhvern tímann haft þörf fyrir að byggja upp erlend samskipti og viðskiptasambönd þá er það núna og í næstu framtíð,” sagði Óðinn.

 

Veiðileyfamarkaðurinn hér á landi er að velta tæpum þremur milljörðum króna á ári, en þegar öll efnahagsleg áhrif tengd veiðunum eru reiknuð með má meta þau á um 10 milljarða króna. Veiðarnar eru þjóðarbúinu því afar mikilvægar. Staða á gengi krónunnar nú gefur færi á að efla veiðileyfasölu erlendis og er þess þegar farið að gæta í sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar samkvæmt heimildum Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is