Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2008 02:44

Á fimmta tug hafa fengið uppsögn á Akranesi

Samkvæmt upplýsingum frá Verkalýðsfélagi Akraness hefur á fimmta tug verkamanna, iðnaðarmanna og skrifstofumanna verið sagt upp störfum í þessari viku á Akranesi. Flestir þeirra sem fá uppsagnarbréfin eru með eins mánaðar uppsagnarfrest þannig að síðasti starfsdagur þeirra verður 30. nóvember.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að nánast allar þessar uppsagnir tengist starfsemi í byggingariðnaði. „Óhætt að segja að byggingarmarkaðurinn sé nánast helfrosinn og því miður ber ég verulegan kvíðboga fyrir því að mun fleiri uppsagnir eigi eftir að líta dagsins ljós áður en kemur að mánaðamótum.“ 

Vilhjálmur segir sýnt að mörg heimili muni eiga um sárt að binda í þeim hörmungum sem dynja á íslensku atvinnulífi í kjölfar þeirrar hrinu uppsagna sem nú ríður yfir íslenskan vinnumarkað. „Það er deginum ljósara að íslensk stjórnvöld verða að koma launþegum og heimilum landsins til hjálpar og það tafarlaust ef ekki á verulega illa að fara,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is