01. nóvember. 2008 09:17
Vesturlandsstofa verður opnuð formlega næstkomandi miðvikudag, miðvikudaginn 5. nóvember að Hótel Hamri í Borgarnesi og verður starfsemi stofunnar kynnt fyrir boðsgestum. Vesturlandsstofa mun sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi og taka m.a. yfir starfsemi UKV sem hefur verið rekin í Hyrnunni í Borgarnesi undanfarin ár. Framkvæmdastjóri Vesturlandsstofu er Jónas Guðmundsson. Heimasíða Vesturlandsstofu er www.westiceland.is.