Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2008 12:04

Tamningastöðin í Steinsholti hlýtur umfhverfisverðlaun

Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar voru veitt í gær. Sveitarstjórn bauð til kaffisamsætis í félagsheimilinu Fannahlíð og var talverður fjöldi sveitunga sem nýtti sér heimboðið. Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri kynnti helstu verkefni og stöðu sveitarfélagsins. Þá fór Skúli Lýðsson, skipulags- og byggingafulltrúi yfir vinnu sem í gangi er við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins og Arnheiður Hjörleifsdóttir formaður umhverfisnefndar kynnti hlutverk og starf nefndarinnar.  Við val á fyrirtæki sem hlyti umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar var óskað eftir tilnefningum. Þriggja manna dómnefnd utanaðkomandi sérfræðinga var fengin til að fara yfir tilnefningarnar og velja úr þeim. Dómnefndina skipuðu þau Salvör Jónsdóttir, sérfræðingur á sviði umhverfis- og skipulagsmála hjá Alta, Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS og Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála hjá sveitarfélaginu Árborg.

Til viðmiðunar við vinnu sína hafði dómnefnd nokkur atriði til hliðsjónar, meðal annars umhverfisásýnd, sýnileika á sviði umhverfismála og hvort unnið sé eftir umhverfisstefnu.

Alls bárust tilnefningar um 11 fyrirtækja í sveitarfélaginu. Þetta voru: sumarbúðirnar Ölveri, Vatnaskógur, Ferstikluskáli, Hótel Glymur, Brekkmann ehf., Hitaveita Hvalfjarðar, Herdísarholt, Súlunes, Faxaflóahafnir, Bjarteyjarsandur og Tamningastöðin Steinsholti sem reyndist fremst meðal jafningja.

 

Tamningastöðin Steinsholti

Í Steinsholti rekur Jakob S Sigurðsson tamningastöð en jörðin er jafnframt í eigu foreldra hans, þeirra Sigurðar Guðna Sigurðssonar og Margrétar Jakobsdóttur. Í umsögn dómnefndar um Steinsholt segir “Nefndarmenn voru sammála um að Tamningastöðin Steinsholti í Hvalfjarðarsveit verðskuldaði umhverfisviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2008. Hvalfjarðarsveit er á svæði þar sem hefðbundinn landbúnaður hefur verið stundaður um árhundraða skeið. Á svæðinu hefur þó lengi verið annar atvinnurekstur, svo sem vinnsla sjávarafurða, veitingarekstur og stóriðja. Stærstur hluti lands í sveitarfélaginu er enn skilgreindur sem landbúnaðarland en svæðið hefur þó ekki farið varhluta af breyttum búskaparháttum þar sem hefðbundinn blandaður búskapur hefur dregist saman og aukin sérhæfing tekið við. Aukinni sérhæfingu fylgir oft einhæf notkun lands og auðlinda, sem getur haft óæskileg áhrif á lífríki sé ekki að gáð. Umhverfismeðvitund nýrra fyrirtækja í landbúnaði er því afar mikilvæg. Við vettvangsskoðun á býlinu kom í ljós að þrátt fyrir að stöðin sé ung í rekstri er þar þegar rekið snyrtilegt hrossabú. Augljóslega er lögð vinna í að ganga snyrtilega um og eldra rusl sömuleiðis verið hirt. Forráðamenn búsins láta sér augljóslega annt um reksturinn og virðast gera sér ljóst hversu mikilvægt er að ganga ekki of nærri þeim auðlindum sem svæðið hefur uppá að bjóða. Áhersla er á að ganga ekki of nærri gróðri í beitarhögum og trjárækt er fyrirhuguð á jörðinni. Í því sambandi er þó rétt að benda á mikilvægi þess að tegundir og fyrirkomulag skógræktar falli að umhverfi staðarins og lífríki landsins.

Rekstur tamningastöðvarinnar að Steinsholti er liður í að viðhalda búsetu í sveitinni og með rekstrinum er sýnt fram á að hægt er að stunda sérhæfðan landbúnað í sátt við umhverfi og þá byggð sem fyrir er. Góð stjórn á beitarhögum hrossa er ennfremur hvatning öðrum og til eftirbreytni fyrir þann stóra hóp sem ábyrgur er fyrir hrossaeign í landinu.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is