Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2008 02:24

Uppsagnir og endursamið við launafólk

Forystumenn verkalýðsfélaga á sunna- og vestanverðu landinu hittast næstkomandi mánudag á Hótel Hamri við Borgarnes og funda fram á þriðjudag. “Þetta er námskeið hugsað fyrir starfsmenn stéttarfélaga til að undirbúa sig fyrir að taka á móti fólki sem er að missa vinnuna og ráðleggja því. Þetta var ákveðið að gera nú til að öll stéttarfélög innan vébanda ASÍ hefðu sem réttastar upplýsingar þegar uppsögnum fjölgar eins og ýmislegt bendir til að gerist,” sagði Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands í samtali við Skessuhorn. Aðspurð segir hún að verkalýðsfélög vilji vera við öllu búin þegar efnahagsástandið er eins og það er.

Signý segir að töluvert sé um að bæði einstaklingar og atvinnurekendur á starfssvæði Stéttvest séu að leita sér upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. “Menn hafa vissulega verið að hreyfa til örfáa einstaklinga í störfum síðustu daga. Hér á okkar starfssvæði voru flestar uppsagnirnar hjá Síld og fiski, eða sex manns. Hinsvegar eru mjög mörg fyrirtæki að leggja til og semja um breytingar við starfsmenn sína um yfirborganir og yfirvinnu. Auðvitað er maður með hnút í maganum yfir ástandinu,” sagði Signý í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is