Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2008 09:35

Sveitateiti verður 15. nóvember

Sveitateiti verður sem fyrr á Hótel Borgarnesi
Árshátíð bænda á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands verður haldin á Hótel Borgarnesi laugardaginn 15. nóvember nk. Þetta er í sjötta skipti sem hátíðin er haldin en umsjón hennar er til skiptis á vegum búnaðarfélaga á starfssvæðinu. Að þessu sinni er það Búnaðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps sem sér um framkvæmdina. Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri er formaður félagsins. Hann segir í samtali við Skessuhorn að hátíðin verði um margt sambærileg fyrri Sveitateitum. Veitt verða landbúnaðarverðlaun BV til bús sem skarað hefur framúr í hefðbundnum landbúnaði eða ferðaþjónustu. Þá mun gleðisveitin Hundur í óskilum sjá um veislustjórn og skemmtiatriði, Mjöður í Stykkishólmi kitlar bragðlauka bænda og gefur sýnishorn af framleiðslunni. Þriggja rétta kvöldverður að hætti hússins verður í boði og hljómsveitin Beat undan Jökli spilar fyrir dansi.

Þröstur hvetur bændur, búalið og aðra velunnara íslensks landbúnaðar til að mæta og gera sér glaðan dag. Panta þarf miða á Sveitateiti á skrifstofu BV en gistingu er hægt að panta hjá Hótel Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is