04. nóvember. 2008 11:39
Stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi hefur fengum tilkynningu frá félags- og tryggingarmálaráðuneyti um að frá og með nýliðnum mánaðamótum fjölgar hjúkrunarrýmum um átta á DAB. Í stað þess falla niður jafn mörg dvalarrými. “Við höfum undanfarið verið með heimilisfólk hjá okkur í hjúkrunarrýmisþörf og þjónað því fólki eins og öðrum vistmönnum eftir fremsta megni, en einungis fengið greitt með þeirri þjónustu sem svarar daggjöldum dvalarrýmis. Fyrir rekstur dvalarheimilisins er þetta hinsvegar gríðarlegur munur þar sem gjald fyrir hvern dag í dvalarrými er mun lægra en daggjald sem greitt er fyrir hjúkrunarrými. Það er því mjög jákvætt fyrir rekstur heimilisins að fá þessa viðurkenningu á starfi okkar hér í héraðinu og hjálpar okkur mikið við þá vinnu að skapa heimilisfólki okkar notalegt ævikvöld,” segir Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri DAB í samtali við Skessuhorn.